Virðing

Komið þið sæl og verið velkomin á tímalínuna okkar. Við erum tíu leik- og grunnskólakennaranemar á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Í gegnum tíðina höfum fylgst með umræðunni um kennara og kennarastarfið og höfum meira orðið vör við neikvæða umræðu en jákvæða. Með það að leiðarljósi tókum við ákvörðun um að vinna lokaverkefni til B.Ed. gráðu með virðingu fyrir kennarastarfinu sem rauðan þráð í gegnum verkefnið. Við skoðuðum viðhorf samfélagsins til kennarastarfsins og hvernig starfið hefur breyst í gegnum árin svo dæmi sé tekið. Fyrst og fremst vildum við vekja athygli á umræðunni og vonandi hafa áhrif á hana.

Nemendur: Berta Sandholt, Birna Friðgeirsdóttir, Díana Lind Sigurjónsdóttir, Eygló Ósk Guðjónsdóttir, Hallbera Rún Þórðardóttir, Jóhanna S. Andrésdóttir, Lilja Sif Bjarnadóttir, Ólöf Sif Halldórsdóttir, Ragnar Örn Bragason og Vagnbjörg Magnúsdóttir.;xNLx;;xNLx;Kennarar: Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Börkur Jónasson og Hanna Ólafsdóttir.

1862-01-01 00:00:00

Barnaskóli Reykjavíkur

Barnaskóli Reykjavíkur var stofnaður í Reykjavík árið 1862 og lærðu börn þar lestur, skrift, reikning, biblíusögur, réttritun, landafræði og dönsku.

1877-01-01 09:50:05

Kvennaskóli Skagfirðinga

Elín Rannveig Briem var ein þeirra er átti frumkvæðið að því að stofnaður yrði kvennaskóli í Skagafirði. Haustið 1877 hófst kennsla í Kvennaskóla Skagfirðinga og kenndi Elín við skólann næstu árin.

1889-01-01 09:50:05

Vilhjálmína Þórunn Oddsdóttir - fyrsti uppeldismenntaði smíðakennarinn

Vilhjálmína Þórunn Oddsdóttir frá Grindavík var fyrsti íslenski kennarinn sem menntaði sig í uppeldismiðaðri smíði. Jafnframt var Vilhjálmína fyrsti Íslendingurinn til að njóta leiðsagnar Ottos Salomons.

1889-02-23 00:00:00

Hið íslenzka kennarafélag

Drög að fyrsta kennarafélaginu, Hinu íslenzka kennarafélagi, hinu fyrra, voru lögð 16. febrúar 1889, en félagið var stofnað 23. febrúar það sama ár. Markmið félagsins var meðal annars að: „efla menntun hinnar íslensku þjóðar, – auka samvinnu kennara og hlynna að hagsmunum kennara“, eins og segir í lögum félagsins.

1892-12-01 00:00:00

Aðgengi að kennaranámi

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði var upphaflega stofnaður sem barnaskóli 1877 en árið 1882 var honum breytt í alþýðu- og gagnfræðaskóla. Þar varð til fyrsti vísir að kennaramenntun á Íslandi.

1897-04-06 00:00:00

Kynjahlutfall útskrifaðra kennaranema

Hér má sjá annars vegar kynjahlutfall karla og kvenna útskrifaðra frá kennaradeild Flensborgar og í Kennaraskóla íslands og hlutfall þeirra sem skiluðu sér í kennslu.

1900-01-01 00:00:00

Fræðsla barna fyrir 1907

Fræðsla barna byggðist á tilskipun frá Danakonungi frá 1790 annars vegar þar sem prestum var óheimilt að ferma ólæs börn og hins vegar lögum á uppfræðslu í lestri og reikningi, samþykktum á Alþingi árið 1789.

1906-02-01 00:00:00

Ólafur Dan, frumkvöðull í stærðfræðikennslu

Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) var fyrsti íslendingurinn sem lauk háskólaprófi í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1904. Ólafur vakti mikla athygli þegar hann tók að rita kennslubækur árið 1906 og kenna. Kennslubækur hans urðu mjög útbreiddar og áhrif þeirra mikil.

1907-08-01 09:50:05

Kennaraskóli Íslands

Kennaraskóli Íslands var stofnaður með lögum 1907. Hann hóf starfsemi haustið 1908 við Laufásveg 81.

1908-12-01 00:00:00

Lengd kennaranáms

Eðlileg lengd formlegs náms eftir 14 ára aldur. Kennaranám var stutt fyrstu árin, þrír sex mánaða námsvetur og inntökukröfur litlar umfram skyldunám. Það tók aldarþriðjung að auka inntökukröfur upp í það sem svaraði t.d. til tveggja ára námi í héraðsskóla.

1908-12-28 00:00:00

Kennarafélag barnaskóla Reykjavíkur

Eftir að fræðslulögin voru samþykkt árið 1907 og Kennaraskólinn var stofnaður ári síðar var stutt í stofnun Kennarafélags barnaskóla Reykjavíkur, en félagið var stofnað 28. desember 1908.

1909-01-01 00:00:00

Kynjahlutfall útskrifaðra kennaranema

Hér má sjá annars vegar kynjahlutfall karla og kvenna útskrifaðra frá kennaradeild Flensborgar og í Kennaraskóla íslands og hlutfall þeirra sem skiluðu sér í kennslu.

1909-01-01 00:00:00

Karlmenn 76% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Alls brautskráðust 34 manns. 8 konur og 26 karlmenn.

1911-01-01 00:00:00

Karlmenn 71% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Fleiri karlmenn en konur útskrifuðust á tímabilinu 1911 - 1915. Alls útskrifuðust 38 nemendur, 8 konur og 20 karlmenn.

1915-08-01 09:50:05

Skipting skólabarna

Skipting skólabarna eftir skólagerð og fjölda nemenda á hverjum kennslustað 1915–1916.

1916-01-01 00:00:00

Karlmenn 71% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Alls brautskráðust 17 nemendur sem á tímabilinu 1916-1920. Hér sést fækkun miðað við síðustu ár. Kynjahlutfallið er þó með svipuðum hætti, 2 konur og 12 karlar.

1917-12-01 00:00:00

Kristín Ólafsdóttir - Fyrst kvenna til að ljúka embættisprófi frá Háskóla Íslands

Kristín Ólafsdóttir útskrifast með embættispróf í læknisfræði og er fyrst kvenna sem lýkur prófi frá Háskóla Íslands.

1918-01-01 00:00:00

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík er elsta íslenska menntastofnunin og á rætur að rekja til biskupsstólsins í Skálholti sem stofnaður var árið 1056.

1919-01-01 09:50:05

Kjör barnakennara

Allt frá 1919 hafa kjör barnakennara verið ákveðin með lögum. Þar voru kennarar komnir í hóp þeirra starfshópa þar sem konur og karlar unnu sömu störf fyrir sömu laun. Ríkisstarfsmenn á Íslandi voru með nokkur hlunnindi eins og ákveðið atvinnuöryggi og eftirlaunarétt, ólíkt því sem þekktist á vinnumarkaði snemma á 19 öld. Þar á móti komu tiltölulega lág laun sem drógust aftur úr almennri launaþróun á kauphækkunartímum.

1921-01-01 00:00:00

Karlmenn 71% - Kynjahlutfall í kennaranámi

24 nemendur brautskráðust á þessu fimm ára tímabili, 7 konur og 17 karlar.

1921-06-17 09:50:05

Samband íslenskra barnakennara

Samband íslenskra barnakennara var stofnað 17. júní 1921 en aðdragandann má meðal annars rekja til frumvarps um kjör kennara frá 1919.

1924-01-01 09:50:05

Barnavinafélagið Sumargjöf

Árið 1924 var Barnavinafélagið Sumargjöf stofnað en segja má að með stofnun félagsins hafi verið lagður grunnur að stofnun Fóstrufélags Íslands sem síðar varð Félag leikskólakennara.

1926-01-01 00:00:00

Karlmenn 68% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Á þessu fimm ára tímabili brautskráðust 28 einstaklingar, 19 karlmenn og 9 konur.

1930-02-01 00:00:00

Konur 28,9% af starfandi kennurum

Á Íslandi voru alls voru 418 starfandi kennarar, 297 karlmenn og 121 konur.

1931-01-01 00:00:00

Karlmenn 65% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Áberandi mikil fjölgun í brautskráningu kennaranema var á tímabili þessu, bæði í almennri aðsókn og hlutfalli kvenna. 41 manns brautskráðust á þessum 4 árum, 26 karlmenn og 14 konur.

1936-01-01 00:00:00

Karlmenn 74% - Kynjahlutfall í kennaranámi

38 manns brautskráðust á þessu tímabili, 28 karlmenn og 10 konur.

1941-01-01 00:00:00

Karlmenn 77% - Kynjahlutfall í kennaranámi

31 manns brautskráðust á þessu tímabili, 24 karlmenn og 7 konur. Áhugavert er að sjá að á þessu tímabili hefur hlutfall kvenna lækkað.

1941-01-01 00:00:00

Sótarar með hærri laun en kennarar

í bréfi frá 1941 kemur fram að kennarar gátu ekki lifað „sjálfstæðu menningarlífi“. Laun kennara voru 2.820 kr en sótarar voru með 4.680 kr. Afsökunin fyrir lágum launum kennara er að kennara gætu bætt upp launin í tveggja mánaða sumarfríi sínu.

1945-01-01 00:00:00

Launalög

Með launalögunum 1945 var reynt að bæta fyrir það að laun kennara drógust aftur úr almennri launaþróun á kauphækkunartímanum. Í þeim lögum voru barnakennurum ætluð sömu laun og iðnaðarmönnum. Þó að krafist var af kennurum meiri undirbúningsmenntun þá réði það úrslitum að kennarar fengu lengra sumarfrí en aðrar stéttir. Sumarfrí kennara spannaðist yfir fjóra mánuði á ári og miðuðust óskert laun þeirra við það. Til samanburðar þá voru sumarfríin á almennum markaði tvær vikur. Það voru fáir sem litu á kennslu sem heilsársvinnu og fannst sjálfsagt að kennarar nýttu sumarið til að drýgja launin. Það voru erfiðisvinnur sem kölluðu bæði nemendur og kennara að sér á sumrin. Það vantaði auka vinnuafl bæði til sjávar og sveitar.

1946-01-01 00:00:00

Karlmenn 73% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Samtals brautskráðust 31 úr kennaranámi á þessu tímabili, 22 karlmenn og 8 konur.

1946-01-01 09:50:05

Uppeldisskóli Sumargjafar síðar Fóstruskóli Sumargjafar

Vegna hernáms Íslands fluttust margir utan að landi að höfuðstaðnum og því var brýn nauðsyn á fleiri dagheimilum fyrir börn. Til að svara eftirspurninni var Uppeldisskóli Sumargjafar stofnaður, en námið tók 2 ár og aðeins 10 manns gátu stundað námið í senn.

1948-01-01 00:00:00

Ímynd kennara 1949

Á meðfylgjandi mynd eru teikningar af kennurum árið 1948.

1948-01-17 00:00:00

Ímynd kennara árið 1948-49

Á meðfylgjandi teikningum má sjá ímynd kennara árið 1948-49.

1950-02-06 00:00:00

Stéttarfélagið Fóstra

Tilgangur stéttarfélagsins Fóstru (hét fyrsta árið Athöfn) var einkum sá að annast kjarasamninga og gæta hagsmuna félaganna.

1951-02-06 00:00:00

Karlmenn 79% - Kynjahlutfall í kennaranámi

34 nemendur brautskráðust úr kennaranámi á þessu tímabili, 27 karlmenn og 7 konur.

1955-07-03 00:00:00

Hækkaðir um launaflokk

Árið 1955 voru kennarar hækkaðir um launaflokk vegna lengingu á skólaárinu. Nú voru yngri bekkirnir í skólunum 9 mánuði á ári. Full laun miðuðust þá við níu mánaða skóla og fyrir þá mánuði sem vantaði voru launin skert um einn tólfta.

1956-01-01 00:00:00

Karlmenn 70% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Konum hefur fjölgað í 30% brautskráðra nemenda á þessu tímabili. Í heildina brautskráðust 28 nemendur, 19 karlar og 8 konur.

1957-01-01 00:00:00

Fóstruskóli Sumargjafar

Nafni Uppeldisskóla Sumargjafar var breytt í Fóstruskóli Sumargjafar árið 1957 þegar starfsheitið „fóstra“ hafði unnið sér hefð í málinu.

1960-02-01 00:00:00

Konur 33,8% af starfandi kennurum

Á Íslandi voru 1.400 starfandi kennarar, 927 karlmenn og 473 konur.

1961-01-01 00:00:00

Karlmenn 62% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Konur halda áfram að sækja á og fara úr 30% í 38%. Alls brautskráðust 43 nemendur úr kennaranámi á þessu tímabili, 26 karlmenn og 16 konur. Þess má geta að þetta tímabil er það síðasta sem karlmenn eru í meirihluta útskriftanema.

1963-12-01 09:50:05

Fyrsti kjarasamningurinn

Ríkisstarfsmönnum var veittur takmarkaður samningsréttur árið 1962. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) voru heildarsamtök ríkisstarfsmanna og fyrsti kjarasamningur samtakanna leysti launalögin af hólmi 1963.

1964-07-03 00:00:00

Höfðu kennarar og þingmenn eitt sinn sömu laun?

Á tímabilinu 1964 til 1971 fylgdust þingmenn og gagnfræðaskólakennarar að í launakjörum, en árið 1971 hækkaði þingfararkaupið verulega (líklega um 50%). Þar með slitnar samfylgd þingmanna og gagnfræðaskólakennara hvað launakjör varðar.

1966-01-01 09:50:05

Karlmenn 38% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Konur eru í fyrsta sinn í meirihluta. Um 130 manns brautskráðust á þessu tímabili sem er mikil fjölgun.

1970-01-01 00:00:00

Laun kennara 1970

Árið 1970 voru kennarar með 3,2 % hærri laun en hjúkrunarfræðingar og 6,5 % hærri laun en lögregluþjónar. Mánaðarlaun kennara voru 22.125 kr.

1971-01-01 09:50:05

Karlmenn 38% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Konurnar héldu meirihluta út þetta tímabil og voru ennþá 62%. Eftir 1973 var kennaranámið fært upp á háskólastig og brautskráningin sú síðasta með þessum hætti. Nemendur voru orðnir hátt í 300.

1973-08-01 00:00:00

Fósturskóli Íslands

Árið 1973 yfirtók ríkið Fóstruskólann, og hlaut skólinn þá nafnið Fósturskóli Íslands. Varð skólinn þá jafnt fyrir karla og konur, og hét því Fósturskóli.

1974-12-01 09:50:05

Karlmenn 37% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Fyrsta árið eftir að kennaranámið var fært yfir á háskólastig. Vegna þess brautskráðust tæplega 20 nemendur sem þetta ár, meirihlutinn konur.

1975-12-01 09:50:05

"Efnahagslegt jafnrétti til náms"

9. nóvember 1976, stúdentar mótmæla nýrri tilhögun og reglum um námslán með því að safnast saman á Austurvelli. Karlmaður heldur ræðu uppi á vörubílspalli sem lagt er í Kirkjustræti, ræðumaður er Össur Skarphéðinsson námsmaður (síðar alþingismaður og ráðherra). Á vörubílspallinum er borði með áletruninni; "Gegn nýju úthlutunarreglunum", til vinstri stendur fólk með stóran borða sem á stendur; "Efnahagslegt jafnrétti til náms".

1976-01-01 09:50:05

Karlmenn 30% - Kynjahlutfall í kennaranámi

Konur eru 70% þeirra sem brautskrást úr kennaranámi. Fjöldi brautskráðra er enn þá að vaxa og er komin yfir 100 manns.

1977-08-25 00:00:00

Stöndum andspænis kennaraskorti í grunnskólum

Kennaraskortur í grunnskólum var orðinn mikill um land allt og einnig í Reykjavík. Á landsbyggðinni var ástandið víða þannig að í lok ágúst var óskipað í helming kennarastaða í viðkomandi skólum.

Virðing

Launch
Copy this timeline Login to copy this timeline 3d Game mode

Contact us

We'd love to hear from you. Please send questions or feedback to the below email addresses.

Before contacting us, you may wish to visit our FAQs page which has lots of useful info on Tiki-Toki.

We can be contacted by email at: hello@tiki-toki.com.

You can also follow us on twitter at twitter.com/tiki_toki.

If you are having any problems with Tiki-Toki, please contact us as at: help@tiki-toki.com

Close

Edit this timeline

Enter your name and the secret word given to you by the timeline's owner.

3-40 true Name must be at least three characters
3-40 true You need a secret word to edit this timeline

Checking details

Please check details and try again

Go
Close