Saga Gítarsins

Við ætlum að tala um sögu gítarsins, eins og hvernig hann hefur haft sín áhrif á samfélagið og hvernig hann hefur þróast með tímanum.

Hér ætlum við að sýna ykkur sögu gítarsins í tímalínu og munum við tala um þróun hans og frægustu gítarspilarana.

0000-01-01 00:00:00

Lúta

Fyrst er vitað um Lútu fyrir u.þ.b. 2000 árum fyrir Krist í Evrópu, og var lútan eitt frægasta hljóðfærið á endurreisnartímablilinu og miðöldum. Lútan var byrjun strengja hljóðfærana og ætlum við að tala um eitt af þeim hljóðfærum, sem er þá gítarinn.

1832-01-01 00:00:00

Fyrsti sex strengja gítarinn

Í kringum 1830 komu fyrst fram sex strengja gítarara gerðir af George Louis Panormo og voru síðar stækkaðir af spænska framleiðandanum Antonio Torres í það útlit sem við þekkjum í dag sem klassíska gítarinn, og myndin hér við hliðina er af einum albesta klassíska gítarspilara allra tíma Francisco Tárrega sem er talinn vera faðir klassískra gítarspilara nútímans.

1883-01-07 20:21:04

Gretsch

1883 var fyrirtækið Gretsch stofnað af 27 ára gömlum þýskum innflytjanda sem hét Friedrich Gretsch og framleiddi hann þá banjóa, tambúrínur og trommur þangað til að hann lést árið 1895. En árið 1916 flutti sonur hans Friedrich Gretsch Jr. fyrirtækið til Brooklyn í New York þar sem Gretsch varð eitt af mest áberandi framleiðendum amerískra hljóðfæra. Urðu Gretsch þá mjög þekktir fyrir hols búks gítarana sína en síðan duttu gítararnir út um miðja 20. öld og á endanum varð fyrirtækið gjaldþrota, en var þó opnað aftur 1989 endurlífgað af Fred W. Gretsch sem er barnabarnabarnabarn Friedrich Gretsch og er Fred þá oft kallaður Fred Gretsch III. Gretsch gerðu samning við Fender árið 2003 svo að Fred Gretsch III ætti ennþá Gretsch en Fender myndi sjá um mest af þróun, dreifingu og sölu.

1915-03-20 00:00:00

Sister Rosetta Tharpe

Hún fæddist 20. mars árið 1915, í Arkansas, Bandaríkjunum, og var nefnd Rosetta Nubin. Rosetta Tharpe var bandarísk söngkona, lagahöfundur og gítaristi. Brautryðjandi í mið 20. aldar tónlist. Hún náði vinsældum 1930 og 1940 vegna gospel upptökur sem einkennist af einstakri blöndu af andlegum texta og hrynjandi undirleik sem var undanfarið Rokk og Ról. Hún var fyrsta frábæra upptök stjarnan í gospel tónlist og meðal fyrstu gospel tónlistamannanna til að draga inn ‘rythm-and-blues’ og rokk og ról áhorfendur. Seinna var vísað til hennar sem upprunalegu sálar systirin og guðmóður rokk og róls. Hún hafði áhrif á fyrri rokk og ról tónlistarmenn, þar með talið Little Richard, Johnny Cash, Chuck Berry, Elvis Presley og Jerry Lee Lewis. Árið 1973, 9. október lést hún vegna heilablóðfalls í Philadelphíu, Pennsylvaníu

1915-06-09 10:10:32

Les Paul

9. júni 1915 fæddist Lester William Polsfuss, hann var bandarískur jazz, country, blús gítaristi, og lagahöfundur. Hann bjó til og lagaði strengd hljóðfæri og hann er hönnuður. Hann er einn af brautryðjendunum af heil búkaða rafmagns gítörum, sem gerðu hljóð rokk og ról mögulegt. Paul kenndi sjálfum sér á að spila gítar, hann er mest þekktur fyrir jazz og fræga tónlist. Byrjunarferill hans var í country tónlist. 12. ágúst, árið 2009 dó Paul vegna fylgikvilla lungnabólgu í White Plains Hospital í White Plains, New York.

1920-01-01 08:00:31

Rafsegulsviðs fræðin

Rafseguls fræði gítara snýst um hljónemana sem voru settir á gítarinn til að það myndi heyrast betur í þeim. Þessir hljóðnemar nema segulsvið, þannig að þegar þú plokkar streng sveiflast hann og breytist það þá í rafstrauma. (Með rafmagninu sem streymir í gegnum strengina þegar þú setur hann í samband). Hljóðið fer svo í magnara og magnast upp, enn þú getur líka notað effekt petala sem gera kleift að setja smá effekta á hljóðið þitt eins og t.d. fuzz petala sem gefa þér svona ótamið rafmagnað hljóð.

1920-01-01 08:00:31

Fyrstu rafmagnsgítararnir / Hols búks og hálf hols gítararnir

Fyrstu rafmagnsgítararnir voru búnir til upp úr 1920 og voru þá það sem við þekkjum sem hols / hálfhols búks gítar. Þeir voru gerðir vegna þess að fólki fannst hljóðið í kassagítarnum ekki nógu hátt og að það náði ekki að blandast nógu vel við hljóðin í öðrum hljóðfærum, sem var þá á þeim tíma í djasshljómsveitum. Til að hækka hljóðið voru settir rafseglar á gítarinn, og þessir rafseglar námu truflanir í segulsviði sem olli því að þegar strengirnir sveiflast og fer það svo í magnara og við það magnast þá hljóðið í gítarnum.

1925-09-16 20:21:04

B.B. King

Fæddur 16. September 1925 í Missisippi USA nefndur Riley B. King. Þekktur sem BB King var amerískur blús söngvari, rafmagnsgítaristi, lagahöfundur og plötuframleiðandi. King var vígður inn í frægðarhöll rokk og róls árið 1987, og hann er talinn einn af áhrifamestu blús tónlistarmönnum allra tíma, þannig fékk hann gælunafnið "The King of the Blues" og "Three Kings of the Blues Guitar" ásamt Freddie King og Albert King. King var þekktur fyrir að spila sleitulaust allann sinn tónlistarferill, hann spilaði á fleiri en 200 tónleikum á ári á 7. Áratugnum. King notaði Gibson gítara sem hann kallaði Lucille á feril sínum. Hann lést 14. Maí 2015 89 ára gamall.

1935-01-08 20:21:04

Elvis Presley

Fæddur 8. janúar 1935 í Tupelo, Mississippi, nefndur Elvis Aron Presley. Hann var kallaður Kóngurinn og er enn kallaður það nú til dags. Hann byrjaði í tónlistarbransanum 1954 þegar hann tók upp lag með upptökustjóranum hjá Sun Records. Elvis var einn af fyrstu sem komu rockabilly tónlistini fram. Þekktustu lögin með honum eru, hound dog, jailhouse rock, return to sender og mörg fleiri. Hann dó árið 16 ágúst 1977 vegna hjarta áfalls, talað er um að það hafi verið vegna dóps, en er líka bara talað um að það hafi verið vegna líkamslegra vandamála.

1942-11-27 20:21:04

Jimi Hendrix

Fæddur 27. nóvember 1942 í Washington, Seattle, og nefndur Johnny Allen Hendrix kallaður, Jimi Hendrix. Hann er fyrirmynd margar gítarspilara og var leiðtogi psychadelic rokk hreyfingunnar og stofnaði hljómsveitina The Jimi Hendrix Experience og er einn þekktasti gítarspilari fyrri ára, og margir segja hann hafi verið sá besti. Það leið áratugur án þess að einhver vissi hvað víbratóarmurinn var eða hvernig átti að nota hann þangað til Jimi Hendrix fann byltingarkenndar leiðir til að nota hann. Hann var þekktur fyrir að nota Fender Stratocaster enn notaði hann samt líka Gibson Flying V, en var samt þekktastur fyrir að nota Fender Stratocaster. Hann var örvhentur enn notaði hann þó samt gítar sem var ætlaður rétthentum. Hann lést 18. september 1970.

1943-02-25 00:00:00

George Harrison

Fæddur 25 Febrúar 1943 í Liverpool, England. Hann var breskur gítarspilari, söngvari, lagahöfundur og tónlistar og kvikmyndaframleiðandi sem varð heimsfrægur sem aðalgítarleikari Bítlanna. Oft kallaður “hljóði bítillinn”. Flestu lög Bítlanna voru skrifuð af John Lennon og Paul McCartney þá átti Harrison allavega 2 lög í hveri plötu frá árinu 1965, lög hans fyrir bandið eru t.d Taxman, Within you without you, While my guitar gently weeps, Here comes the sun og Something. Fyrstu innblástrar hans komu frá George Formby, Django Reinhardt, Carl Perkins, Chet Atkins og Chuck Berry. George notaði marga gítara í feril sínum, enn er þekktur fyrir að nota Gretsch Electromatic gítarinn sinn, rosewood Telecaster’inn sinn, stratocaster’inn sinn og Gibson SG’inn sinn sem hann kallaði Cherry.

1944-01-09 00:00:00

Jimmy Page

Fæddur 9. janúar 1944 í Heston, England. Nefndur James Patrick Page, enn betur þekktur sem Jimmy Page. Hann stofnaði og var gítaristi hljómsveitarinar Led Zeppelin og varð hann mjög þekktur fyrir spilun sína og hvernig hann prófaði hluti á gítarnum sem fáum hefði dottið í hug. Hann er einn af hæfileikaríkustu gítaristum sem uppi hafa verið, og er oft talað um Jimmy Page og Jimi Hendrix sem bestu gítaristana og hafa þeir innblásið heilar kynslóðir af gítaristum. Hann er þekktur fyrir að hafa spilað á marga gítara enn var þekktastur fyrir Gibson Les Paul'inn sinn. Gibson bjuggu svo til einkennis gítar fyrir hann og er hann einn af dýrustu gíturum sem þú geur fundið. Þekkt lög með Jimmy Page eru mörg enn ætlum við að setja nokkur, eins og stairway to heaven, dazed and confused, kashmir, immigrant song, whole lotta love og mörg fleiri

1945-03-30 04:01:33

Eric Clapton

Eric Patrick Clapton fæddist árið 1945 í Surrey, Englandi og var nefndur Eric Patrick Clapton. Hann er enskur rokk og blús gítaristi, söngvari og lagahöfundur. Hann er eini sem hefur verið þrisvar sinnum móttakandi verðlauna í ‘Rock and roll hall of fame’: einu sinni sem sóló flytjandi, og sitthvort sem meðlimur í ‘the Yardbirds’ og ‘Cream’. Frægustu lögin með Eric Clapton eru: Tears in Heaven, Layla, Wonderful Tonight og mörg fleiri. Clapton er vísaður til að vera einn af mest mikilvægustu og áhrifumikilustu gítarspilari allra tíma. Clapton var settur í annað sæti í ‘Rolling Stone’ tímaritinnu á listanum ‘100 Greatest Guitarists Of All Time’ og fjórða sæti í Gibsons ‘Top 50 Guitarists Of All Time’. Hann var líka nefndur fimmta sætið í ‘Time’ tímaritunni listanum ‘The Top 10 Best Electric Guitar Players’ árið 2009. Clapton er búinn að vera móttakandi við 18 ‘Grammy Awards’, og ‘Brit Award’ fyrir ‘Outstanding Contribution to Music’. Árið 2004 það var veitt honum ‘CBE’(Order Of the British Empire) í Buckingham Palace fyrir þjónustu tónlists.

1946-01-01 00:00:00

Fender

Fender Musical Instruments Corporation (FMIC). Sem var stofnað 1946 af Leo Fender og er einn af stæðstu risunum í bransanum ef ekki stærsti. Þekktastir fyrir Telecaster'inn, gítarinn sem byrjaði öllu og fylgdi Stratocaster'inn svo stutt eftir. Þekktir líka fyrir Jazzmaster'inn, Jaguar'inn, Mustang'inn og magnarana sem þeir framleiða og má svo ekki gleyma áhrifum Fender's á bassann.

1946-03-06 20:21:04

David Gilmour

David Jon Gilmour fæddur 6 mars 1946, enn betur þekktur sem David Gilmour. Hann er söngvari og gítarspilari hljómsveitarinar, Pink Floyd og hefur hann innblásið margar kynslóðir af gítaristum vegna gítar spilun sinnar. Lög sem sjást hæfileikar David Gilmour's á gítarnum eru t.d. comfortably numb, another brick in the wall, money, hey you og mörg fleiri.

1950-01-07 20:21:04

Fender Telecaster

Fender Telecaster’inn var búinn til af Leo Fender og var fyrsti gegnheils búks gítarinn og gítarinn sem byrjaði öllu, og var hann búinn til vegna tilraunar Leo Fender’s að búa til “lap steel”. Telecaster’inn er einn af þrem mest afrituðust gíturum í heimi og er notaður af mörgum tónlistarmönnum og í mörgum tónlistar flokkum. Enn Telecaster’inn er þekktur fyrir “twangy” hljóðið sitt, sem mikið af country tónlistarmönnum elska við gítarinn enn getur verið notaður fyrir næstum hvaða tónlistar flokk sem er og er þekktastur fyrir villta hljóðið sitt.

1952-01-01 00:00:00

Gibson Les Paul

Gibson Les Paul’inn var gefinn út árið 1952. Les Paul’inn var sú fyrsti gegn heils búks gítarinn eftir Gibson fyrirtækið, og var búinn til vegna þess að Leo Fender sannaði hagkvæmninna vöruna með Fender Telecaster’inum. Upphaflega var Les Paul’inn í boði með gulllegan enda og tvo P-90 rafsegla. Árið 1957, voru tvöfaldir hljóðnemar bætt við, ásamt sólblossa í enda 1958. Sólblossinn 1958-1960 Les Paul - í dag einn af vel þekktustu rafmagns gítara týpur í heiminum - var talið sem mistök, með lágar framleiðslur og sölur. Þekktir gítarspilarar sem hafa spila þennan gítar eru: Les Paul, Jimmy Page, Paul McCartney, Keith Richards, Eric Clapton, Freddie King, Hubert Sumlin.

1954-01-01 10:10:32

Fender Stratocaster

Fender Stratocaster'inn var sýndur fyrst 1954. Stratocaster'inn var tilraun Fenders að búa til gítar sem var léttari og flottari fyrir það fólk sem fannst Telecaster'inn ekki nógu flottur. Stratocaster'inn er notaður í öllu frá metal í pop, og er hann þekktur fyrir sléttu tónana sína. Stratocaster'inn er mest afritaðasti gítar í heimi.

1957-11-29 00:00:00

Jennifer Batten

Jennifer Batten var fædd árið 1957 í New York, Bandaríkjunum. Hún er amerískur gítarspilari og sóló listamaður. Frá 1987-1997 spilaði Batten í öllum tónleikaferðum Michael Jacksons og frá 1999-2001 ferðaðist hún, spilaði og framleiddi tónlist með Jeff Beck. Hún hefur sjálf gefið út þrjú stúdío albúm. Jennifer Batten byrjaði að spila á gítar einungis 8 ára gömul þegar faðir hennar gaf henni: "killer red and blue electric", og komu fyrstu áhrif hennar frá Bítlunum , BB King , Lightnin ' Hopkins og Jeff Beck. Jennifer Batten er mest þekkt fyrir að nota allskonar Ibanez gítara. ( “Killer red and blue electric” var fyrsti gítarinn hennar sem er ekki alveg vitað hvaða tegund það var, tala samt flestir um að það hafi verið Stratocaster).

1958-04-19 02:29:27

Fender Jazzmaster

Fender Jazzmaster'inn var fyrst kynntur á NAMM árið 1958, og var hann þá ætlaður djassspilurum. Enn varð í staðinn furðulega frægur meðal "surf rokk" gítarista um 1960. Svo kom 1970 og spratt þá upp pönk rokkið þar sem Jazzmaster'inn var mikið notaður, en nú til dags er hann mest notaður í alternative og indie rokki. Jazzmaster'inn og Jaguar'inn eru með mjög líkan búk, og þess vegna ruglast fólk oft á Jazzmaster'inum og Jaguar'inum vegna þess að þeir eru mjög líkir í útliti, enn þegar þú stingur þeim í magnara gætu þeir ekki verið ólíkari.

1960-04-19 02:29:27

Gibson SG

Gibson SG’inn var búinn til vegna þess að sölur Gibson Les Paul’ins voru búnar að minnka talsvert. Þannig þeir bjuggu til gítar sem var ódýrara að framleiða, og var þá búið að gera hann léttari með því að taka við af báðum megin og gera hálsinn þinnri. Fyrstu Gibson SG’arnir voru með nafni Les Paul’s á þeim enn var síðar tekið af vegna þess Les Paul var alveg sama um gítarinn og vildi ekkert tengjast honum á neinn hátt.

1961-08-08 00:00:00

The Edge

David Howell Evans fæddist 8. ágúst 1961 í Essex, England. David Howell Evans er betur þekktur sem The Edge. Árið 1976 stofnaði hann U2 með skólafélögum sínum og eldri bróðir sínum Dik. Svo stuttu seinna byrjuðu þeir að semja sína eigin texta og urðu nokkum árum seinna mjög vinsælir. Hann er gítaristi, hljómborðsleikari, bakrödd og lagahöfundur hljómsveitarinnar. The Edge hefur verið í bandinu frá byrjun, hann hefur tekið upp þrettán stúdío plötur og eina sóló plötu með bandinu. Sem meðlimur U2 og einstaklingur hefur The Edge barist fyrir mannréttindum og styrkt góðgerðarsamtök.

1962-04-19 02:29:27

Fender Jaguar

Fender Jaguar'inn og saga hans er mjög svipuð sögu Jazzmaster'sins. Eins og hvernig þeir voru báðir ætlaðir djass enn voru í staðin notaðir í brimbretta rokk og eru í dag frægastir í alternative rokki.

1965-04-19 02:29:27

Fender Mustang

Fender Mustang'inn var skapaður vegna tilrauna Fenders að búa til gítar sem er smærri enn aðrir og átti Mustang'inn að eiga áhrif á yngri aldurs hópana, enn varð í staðinn frægur í alternative rokki og varð frægur líka fyrir sérstaka útlitið sitt og hljóð og er oft kallaður "The anti-hero of guitars".

1965-07-23 04:01:33

Slash

Fæddur 23. júlí 1965 í Hampstead, London, nefndur Saul Hudson en betur þekktur sem Slash. Hann er þekktur fyrir að hafa verið gítaristi, Guns n Roses áður, og hefur hann gert eina flottustu og fallegustu soloa sem til eru, eins og november rain, sweet child'o'mine, paradise city, welcome to the jungle og fleira. Slash á marga gítara og er talað um að hann eigi yfir hundrað enn er þekkatstur fyrir Gibson Les Paul'ana sína og hafa Gibson flramleitt einkennis gítar fyrir hann

1967-02-20 08:00:31

Kurt Cobain

Kurt Donald Cobain fæddist 20. Febrúar 1967 í Washington, Seattle. Hann var frægasti rokkari tíunda áratugsins vegna hljómsveitarinnar Nirvana sem var þekktasta hljómsveitin í Grunge hreyfingunni sem allir heyra talað um að minnsta kosti einu sinni á ævi sinni, og er Nirvana fræg hljómsveit enn þann dag í dag. Hljómsveitin var mynduð af Kurt Cobain en hann var söngvari og gítaristi hljómsveitarinnar, Krist Novoselic sem lék á bassa og Dave Grohl lék á trommur. Kurt Cobain var þekktur fyrir að nota mikið af Fender gítörum eins og Stratocaster, Telecaster, en hann var þó þekktastur fyrir að nota Mustang og Jaguar gítara þar sem einkennisgítar hans er Fender Jaguar gítar. Kurt Cobain lést 5. apríl 1994, og er sagt að hann hafi framið sjálfsmorð en til er kenning að hann hafi verið myrtur og eru margar sannanir sem sanna þá kenningu og margir gruna að eiginkona hans, á þeim tíma, Courtney Love hafi átt eitthvern hlut að málinu, og er talað um að eigi að enduropna málið um dauða hans.

1973-05-17 00:00:00

Jonny Greenwood

Jonathan Richard Guy Greenwood betur þekktur sem Jonny Greenwood, fæddist 17 maí 1973 í Oxford,Englandi. Hann er gítaristi hljómsveitarinnar Radiohead, og er hann þekktur fyrir aggresívu spilun sína á gítarnum og tala margir um að þeir hafa bara ekki heyrt aðra eins gítarspilun og hefur hann stundum verið sagður vera með mjög geimverulega spilun á gítarnum. Þekktustu lögin með gítarspilun hans eru mörg enn skulum við segja ykkur frá einhverjum af þeim, eins og paranoid android, just, the bemds, you, creep, my iron lung, og mörg fleiri

1975-07-09 00:00:00

Jack White

Jack White fæddist árið 1975, 9. Júní sem John Anthony Gillis og er bandarískur tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann er þekktur sem aðalsöngvarinn í The White Stripes, og hefur árang í öðrum hljómsveitum og sem sóló flytjandi. Hann er þekktur fyrir hvernig hann talar um tónlist og hvað honum finnst um tónlist, eins og til dæmis hvað honum finnst um E-tuning, enn er þekkatstur fyrir blöndu sína af blues og rokki og aggresívu spilun sína og hæfileika sína á gítarnum.

1978-04-11 20:21:04

Jakob Bro

Jakob Bro fæddist 11 apríl 1978 og er þekktur Danskur djass gítaristi í dag. Hann er þekktur fyrir að nota Telecaster'a og hálf hols búks gítara og er mjög hæfileikaríkur á þeim. Jakob hefur unnið með öðrum tónlistarmönnum eins og, Thomas Morgan, Jon Christensen, Lee Konitz og mörgum öðrum.

2000-01-01 08:00:31

Þekktustu forminn

Mest afrituðustu form af gíturum eru Stratocaster'inn, Telecaster'inn og Les Paul'inn. Stratocaster afritanir af öðrum fyrirtækjum enn Fender eru oftast kallaðar S-típur sem er þá S fyrir Stratocaster, og svo gildir það sama með Telecaster'inn sem afritanir hans eru oftast kallaðar T-típur.

Saga Gítarsins

Launch
Copy this timeline Login to copy this timeline 3d Game mode

Contact us

We'd love to hear from you. Please send questions or feedback to the below email addresses.

Before contacting us, you may wish to visit our FAQs page which has lots of useful info on Tiki-Toki.

We can be contacted by email at: hello@tiki-toki.com.

You can also follow us on twitter at twitter.com/tiki_toki.

If you are having any problems with Tiki-Toki, please contact us as at: help@tiki-toki.com

Close

Edit this timeline

Enter your name and the secret word given to you by the timeline's owner.

3-40 true Name must be at least three characters
3-40 true You need a secret word to edit this timeline

Checking details

Please check details and try again

Go
Close