Virkjanir

1904-06-17 11:07:37

Fyrsta vatnsaflsvirkjunin

Árið 1904 var fyrsta vatnsaflsvirkjunin sett upp í Hafnarfirði. Hafnarfjörður varð þar með fyrsta raflýsta þorpið á Íslandi

1921-06-17 11:07:37

Elliðarárstöðin

Elliðarárstöðin sem var um 1 MW var gangsett og seinna stækkuð

1950-01-24 05:41:57

Smávirkjanir

530 smávirkjanir voru komnar út um land allt

1953-01-24 05:41:57

Fyrsta virkjunin til að ná 10 MW

Fyrsta virkjunin til að ná 10 MW var byggð þetta ár en hún var Írafossavirkjun við Sogið

1965-08-19 05:41:57

Landsvirkjun stofnuð

Landsvirkjun var stofnuð og þróunin breyttist. Virkjanir stækkuðu. Fyrsta stóra vatnsaflsvirkjunin var byggð en það var Búrfellsvirkjun við Þjórsá sem skilaði 210 MW

1970-08-19 01:57:00

Jarðgufa

Árið 1970 var byrjað að virkja jarðgufu til raforkuvinnslu með gufuhverflum. Fyrstu virkjanirnar voru Bjarnarflag í Mývatnssveit og kröflu.

1972-08-19 01:57:00

Vatnsaflsvirkjanir

Fimm vatnsaflsvirkjanir og vatnsmiðlanir voru teknar í notkun á miðju og sunnanverðu hálendinu.

1974-08-19 01:57:00

Byggðarlínan

Byggðalínan var lögð, en hún tengir saman þau raforkukerfi sem fyrir voru allt í kringum landið. Tilgangurinn var meðal annars að auka rekstraröryggi raforkukerfisins.

1975-08-19 01:57:00

Kröfluvirkjun

Bygging orkuvers Kröfluvirkjunar og borun á vinnsluholum hófst sumarið 1975.

1976-08-19 01:57:00

Raforkuframleiðsla í Svartsengi

Raforkuframleiðsla hófst í Svartsengi með jarðgufu. Það myndaðist lón þegar affalsvatn virkjunar var veitt út í Illahraun sem almenningur byrjaði að baða sig í dag. Þetta lón er betur þekkt sem Bláa lónið.

1977-09-29 00:05:50

Hrauneyjafossstöð

Hrauneyjafossstöð er þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, 210 MW. Hún er ein af röð virkjana á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár.

1987-09-29 00:05:50

Nesjavellir

Nesjavellir urðu annað jarðhitaorkuverið til að framleiða heitt vatn með því að nýta varma háhitasvæðis til að hita upp kalt vatn úr Þingvallavatni.

1992-09-29 00:05:50

Blönduvirkjun

Blönduvirkjun á norðurlandi var gangsett. Hún var fyrsta vatnsaflsvirkjunin sem íslendingar hanna sjálfir án utanaðkomandi hjálpar.

2002-09-29 00:05:50

Kárahnjúkavirkjun

Byrjað var að byggja Kárahnjúkavirkjun árið 2002. Virkjunin var umdeild og það kom til margvíslegra mótmælaaðgerða vegna umhverfisáhrifa og ólíkra sjónarmiða um atvinnustefnu stjórnvalda.

2007-05-13 00:00:00

Fljótsdalsstöð

Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) var komið í gang árið 2007. Aðalstíflan er 198 m á hæð sem er hæsta sinnar tegundar í Evrópu.

2014-03-06 00:00:00

Búðarhálsstöð

Búðarhálsstöð var reist og er hún nýjasta aflstöð íslendinga. Með stöðinni var virkjað áður ónýtt 40 metra vatnsfall frá Hrauneyjafossstöð að Sultartangalóni.

Virkjanir

Launch
Copy this timeline Login to copy this timeline 3d Game mode

Contact us

We'd love to hear from you. Please send questions or feedback to the below email addresses.

Before contacting us, you may wish to visit our FAQs page which has lots of useful info on Tiki-Toki.

We can be contacted by email at: hello@tiki-toki.com.

You can also follow us on twitter at twitter.com/tiki_toki.

If you are having any problems with Tiki-Toki, please contact us as at: help@tiki-toki.com

Close

Edit this timeline

Enter your name and the secret word given to you by the timeline's owner.

3-40 true Name must be at least three characters
3-40 true You need a secret word to edit this timeline

Checking details

Please check details and try again

Go
Close