Aðildarviðræður Íslands við ESB

Tímaröð atburða frá því að utanríkisráðherra leggur fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn til dagsins í dag.

Kíktu á myndir, myndbönd og fréttir tengdum aðildarviðræðunum. ;xNLx;;xNLx;[Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu aðildarviðræðnanna viðræður.is](http://www.vidraedur.is/)

2009-05-28 00:00:00

Þingsályktunartillaga lögð fram

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, leggur fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.

2009-07-16 00:00:00

Alþingi ákveður að sækja um

Alþingi samþykkir að að fela ríkisstjórn Íslands að leggja inn umsókn um aðild að ESB.

2009-07-23 00:00:00

Litháíska þingið styður aðldarumsókn Íslands

Litháíska þingið samþykkti í dag samhljóða yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og önnur aðildarríki ESB hvött til að gera slíkt hið sama.

2009-07-23 00:00:00

Formleg aðildarumsókn afhent

Utanríkisráðherra afhendir Carl Bildt umsókn Íslands um aðild að ESB.

2009-07-27 10:37:40

Umsókn Íslands vísað til framkvæmdastjórnar

Ráðherraráð Evrópusambandsins, sem í eiga sæti utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins, samþykkir einróma að vísa umsókn Íslands til framkvæmdastjórnar ESB.

2009-09-09 00:00:00

Spurningalisti ESB afhentur íslenskum stjórnvöldum

Spurningalisti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins berst til Íslands en hann innihélt rúmar 2500 spurningar til íslenskra stjórnvalda.

2009-10-22 13:54:34

Spurningalista ESB svarað

Íslensk stjórnvöld skila inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er hluti af samræmdu umsóknarferli að ESB. Á grundvelli svara íslenskra stjórnvalda mun framkvæmdastjórnin gefa leiðtogaráði ESB álit sitt á hæfni Íslands til að gerast aðili að Evrópusambandinu.

2009-11-02 00:00:00

Aðalsamingamaður Íslands skipaður

Utanríkisráðherra felur Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán Haukur er einn reyndasti samningamaður Íslands á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 2005.

2009-11-04 00:00:00

Samninganefnd Íslands skipuð

Utanríkisráðherra skipar samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í samninganefndinni sitja, auk aðalsamningmanns, formenn tíu samningahópa og sjö aðrir nefndarmenn.

2009-11-11 00:00:00

Fyrsti fundur samninganefndar Íslands

Samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið hélt sinn fyrsta fund í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpaði nefndina í upphafi fundar og vísaði til álits meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um verklag, áherslur og hagsmuni Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum.

2009-12-09 00:00:00

Samningahópar Íslands skipaðir

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skipar samningahópana tíu sem starfa munu með samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í hópunum eiga sæti fulltrúar ráðuneyta og stofnana, hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins.

2010-02-24 00:00:00

Álit framkvæmdastjórnar ESB á umsókn Íslands

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gaf í dag út álit um aðildarumsókn Íslands að ESB.

2010-04-22 00:00:00

Þýskaland ákveður að styðja umsókn Íslands

Þýska sambandsþingið samþykkir að styðja aðildarviðræður Evrópusambandsins við Íslands með yfirgnæfandi meirihluta.

2010-06-17 00:00:00

Leiðtogaráð samþykkir að hefja viðræður

Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári.

2010-06-27 00:00:00

Aðildarviðræður hefjast formlega

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flutti í dag inngangsræðu á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins sem markaði upphaf aðildarviðræðna Íslands við ESB.

2010-07-07 00:00:00

Evrópuþingið styður ákvörðun um aðildarviðræður

Þingmenn Evrópuþingsins lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Evrópusambandsins að hefja aðildarviðræður við Ísland í ályktun sem samþykkt var á þinginu í dag. Þingmaðurinn Christian Dan Preda lagði fram ályktunina en hann kom til Íslands til að kynna sér stöðu mála og undirbúning Íslendingar í maí sl.

2010-11-09 00:00:00

Framvinduskýrsla ESB um Ísland birt

Framkvæmdastjórn ESB birti í dag skýrslu um framvindu samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins um aðild að ESB.

2010-11-15 00:00:00

Rýnivinna hefst

Rýnivinna Íslands og Evrópusambandsins hefst með rýnifundum íslenskra sérfræðinga og sérfræðinga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til undirbúnings samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB.

2011-06-20 00:00:00

Rýnivinnu lýkur

Við rýnivinnunna hafa sérfræðingar frá Íslandi og Evrópusambandinu borið saman löggjöf í þeim 33 efnisköflum sem aðildarviðræðurnar munu snúast um.

2011-06-27 00:00:00

Efnislegar samningaviðræður hefjast

Tekin var ákvörðun um að hefja viðræður í fyrstu fjórum köflum aðildarviðræðna Íslands og var samningsafstaða Íslands í köflunum lögð fram.

2011-11-07 00:00:00

Samráðshópur skipaður

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skipaði í dag formann og varaformenn samráðshóps í tengslum við samningaviðræður við Evrópusambandið.

2011-12-12 00:00:00

Þriðja ríkjaráðstefna Íslands og ESB

Á ríkjaráðstefnunni voru viðræður um 5 kafla opnaðar, en fjórum þeirra lokið samdægurs.

2012-01-19 00:00:00

Utanríkisráðherra í Rúmeníu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundar með starfsbræðrum í Rúmeníu.

2012-01-25 00:00:00

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Brussel

Steingrímur J. Sigfússon fundar með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

2012-01-27 00:00:00

Kýpur heitir fullum stuðningi

Í opinberri heimsókn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Kýpur hét Erato Kozakou-Marcoullis utanríkisráðherra Kýpur öflugum stuðningi við umsókn Íslendinga í formennskutíð landsins í Evrópusambandinu. Kýpur tekur við formennskunni af Dönum í júní.

2012-02-02 00:00:00

Skýrsla um þróun efnahagsmála send ESB

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrslu um íslensk efnahagsmál (Pre-Accession Economic Programme).

2012-02-24 00:00:00

Fyrsti fundur samráðshóps

Samráðshópur í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu hélt sinn fyrsta fund í utanríkisráðuneytinu föstudaginn 24. febrúar.

2012-03-06 00:00:00

Danir styðja aðild Íslands

Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur, ítrekaði í heimsókn sinni til Íslands stuðning Dana við aðildarumsókn Íslands.

2012-03-07 00:00:00

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Frakka

Utanríkisráðherra fundaði með kollega sínum frá Frakklandi þar sem þeir ræddu m.a. um stöðuna í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og gjaldmiðilsmál.

2012-03-14 00:00:00

Evrópuþingið ályktar um framvinduskýrslu 2011

Evrópuþingið samþykkti í dag ályktun sem snýr að samþykkt þingsins á skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um framvindu samningaviðræðna Íslands og ESB um aðild að sambandinu. Þar með lýkur allri umræðu um framvinduskýrsluna.

2012-03-20 00:00:00

Samningsafstaða Íslands í 7 köflum birt

Samningsafstaða Íslands í sjö köflum samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins hefur verið birt á heimasíðu viðræðnanna esb.utn.is.

2012-03-30 00:00:00

Fjórir kaflar opnaðir og tveimur lokað

Samningaviðræður hófust um fjóra samningskafla í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnu í Brussel. Viðræðum lauk samdægurs um tvo þeirra þ.e. um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, og um neytendamál og heilsuvernd. Frekari viðræður verða um hina samningskaflana en þeir fjalla um samkeppnismál og orkumál.

2012-04-01 00:00:00

Jafnt og þétt

Grein aðalsamningamanns, Stefáns Hauks Jóhannessonar, og beggja varaformanna samninganefndar Íslands, Bjargar Thorarensen og Þorsteins Gunnarssonar, um gang aðildarviðræðnanna er birt í Fréttablaðinu.

2012-04-03 00:00:00

Fundur sameiginlegu þingmannanefndarinnar

Sameiginlega þingmannanefnd Alþingis og Evrópuþingsins fundaði í Reykjavík í dag. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpaði fundinn og fór m.a. yfir stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og ESB.

2012-04-26 00:00:00

Evrópumál í skýrslu ráðherra

Utaníkisráðherra lagði í dag árlega skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál fyrir Alþingi. Evrópumálin eiga þar sinn sess, bæði aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið sem og EES-samstarfið.

2012-05-03 00:00:00

Samningsafstaða Íslands birt í köflum 1 og 14

Samningsafstaða Íslands fyrir kafla 1 um frjálsa vöruflutninga og fyrir kafla 14 um flutningastarfsemi var birt í dag á vef aðildarviðræðnanna, viðræður.is.

2012-05-11 00:00:00

Tímasett áætlun um byggða- og sveitarstjórnarmál

Tímasett aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði byggða- og sveitarstjórnarmála verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur verið afhent framkvæmdastjórn og aðildarríkjum ESB.

2012-05-24 00:00:00

Stefan Füle á Íslandi

Stefan Füle, framkvæmdastjóri stækkunarmála Evrópusambandins, hóf heimsókn til Íslands í dag. Füle fundaði með utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samráðshópi áður en hann hélt í ferð um Suðurland. Þar var Hellisheiðarvirkjun heimsótt sem og Hveragerði og Árborg. Í lok dags mun Füle funda með forsætisráðherra. Á morgun mun hann hitta forseta Alþingis og fulltrúum úr utanríkismálanefnd.

2012-06-08 00:00:00

Opnunarviðmið í byggðarmálum uppfyllt

Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningskaflann um byggðamál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda.

2012-06-11 00:00:00

Samningsafstaða fyrir kafla 9 og 24 birt

Samningsafstaða Íslands varðandi fjármálaþjónustu annars vegar og dóms- og innanríkismál hins vegar í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á heimasíðunni viðræður.is

2012-06-22 00:00:00

Þrír kaflar opnaðir

Þrír kaflar voru opnaðir í viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands á sérstakri ríkjaráðstefnu í Brussel.

2012-07-13 06:09:15

Aðgerðaáætlun á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar

Tímasett aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði landbúnaðar- og dreifbýlisþróunar verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur verið afhent framkvæmdastjórn og aðildarríkjum ESB.

2012-08-28 17:51:13

Samningsafstaða fyrir kafla 29 og 30 birt

Samningsafstaða Íslands varðandi tollabandalag annars vegar og utanríkistengsl hins vegar í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á heimasíðunni viðræður.is

2012-09-10 17:51:13

Samningsafstaða um kafla 17 birt

Samningsafstaða Íslands í aðildarviðræðum Íslands og ESB varðandi 17. kafla um efnahags- og peningamál hefur verið birt á viðræður.is.

2012-09-13 17:51:13

Samningsafstaða fyrir kafla 22 birt

Samningsafstaða Íslands varðandi byggðastefnu Evrópusambandsins í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is.

2012-09-18 17:51:13

Samningsafstaða fyrir kafla 27 birt

Samningsafstaða Íslands varðandi umhverfismál í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is.

2012-09-25 17:51:13

Samningsafstaða fyrir kafla 16 birt

Samningsafstaða Íslands varðandi skattamál í aðildarviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is.

2012-10-10 17:51:13

Jákvæð framvinduskýrsla um Ísland

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag skýrslu um framvindu samningaviðræðna Íslands og ESB um aðild að sambandinu. Skýrslan er jákvæð um Ísland og kemur fram að aðild Íslands komi báðum til góða.

2012-10-10 17:51:13

Opnunarviðmið í landbúnaðarmálum uppfyllt

Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningakaflanum um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda.

2012-10-22 17:51:13

ESB reiðubúið til viðræðna um kafla 3 og 3

Íslenskum stjórnvöldum hefur borist staðfesting frá formennskuríki Evrópusambandsins, Kýpur, þess efnis að sambandið sé reiðubúið til að hefja viðræður um samningskafla 3 um staðfesturétt og þjónustufrelsi og kafla 4 um frjálsa fjármagnsflutninga.

Aðildarviðræður Íslands við ESB

Launch
Copy this timeline Login to copy this timeline 3d Game mode

Contact us

We'd love to hear from you. Please send questions or feedback to the below email addresses.

Before contacting us, you may wish to visit our FAQs page which has lots of useful info on Tiki-Toki.

We can be contacted by email at: hello@tiki-toki.com.

You can also follow us on twitter at twitter.com/tiki_toki.

If you are having any problems with Tiki-Toki, please contact us as at: help@tiki-toki.com

Close

Edit this timeline

Enter your name and the secret word given to you by the timeline's owner.

3-40 true Name must be at least three characters
3-40 true You need a secret word to edit this timeline

Checking details

Please check details and try again

Go
Close