Tímalína fyrir svæðisgarðinn á Snæfellsnesi

Hvað er svæðisgarður? Svæðisgarður er fjölþætt samstarf fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á svæði sem myndar samstæða landslags- og menningarlega heild. Samstarfið byggist á sameiginlegri sýn um sérstöðu svæðisins og samtakamætti við að hagnýta sérstöðuna og vernda hana.

2012-10-16;xNLx;;xSTx;b;xETx;Þann 7. mars 2012;xSTx;/b;xETx; var skrifað undir samstarfssamning sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og félaga sem eru samnefnarar í atvinnulífi á svæðinu, um stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Svæðisgarður á sér evrópska fyrirmynd og er skilgreindur sem fjölþætt samstarf sveitarfélaga, fyrirtækja, félaga og samtaka á svæði sem myndar samstæða landslags- og menningarlega heild. Samstarfið byggist á sameiginlegri sýn um sérstöðu svæðisins og samtakamætti við hagnýtingu sérstöðunnar og verndun hennar.;xNLx;;xNLx;;xSTx;strong;xETx;Framtíðarsýn;xSTx;/strong;xETx;;xNLx;;xNLx;Framtíðarsýnin er sú að á Snæfellsnesi verði til fyrsti svæðisgarður á Íslandi. Sjálfsmynd samfélagsins styrkist, það verður meðvitaðra um sérstöðu sína og nærtæk gæði og samlegð ólíkra aðila eykst til styrkingar atvinnu og búsetu.;xNLx;;xNLx;Erlendar fyrirmyndir sýna að þessi leið til að stilla saman strengi íbúa, fyrirtækja og stjórnvalda á samstæðu svæði er líkleg til að gefa frjóan jarðveg fyrir þá sem vilja nýta sér landkosti og sérstöðu svæðisins á fjölbreytilegan hátt. ;xNLx;;xNLx;Tilgangur;xNLx;;xNLx;Tilgangur Snæfellinga með stofnun svæðisgarðs er að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífskjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta.;xNLx;;xNLx;Þátttakendur;xNLx;;xNLx;Þeir aðilar sem standa að verkefninu eru: ;xNLx;;xNLx;Snæfellsbær;xNLx;Stykkishólmsbær;xNLx;Grundarfjarðarbær;xNLx;Eyja- og Miklaholtshreppur;xNLx;Helgafellssveit;xNLx;Ferðamálasamtök Snæfellsness;xNLx;Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi ;xNLx;Búnaðarfélag Eyrarsveitar;xNLx;Búnaðarfélag Staðarsveitar;xNLx;Búnaðarfélag Eyja- og Miklaholtshrepps;xNLx;Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnesssýslu;xNLx;Nokkrir aðilar til viðbótar kunna að bætast í hópinn;xNLx;Verkefnisstjórn er í höndum Bjargar Ágústsdóttur útibússtjóra hjá Ráðgjafarfyrirtækinu Alta, Grundarfirði og starfsmenn [Alta](http://alta.is) veita ráðgjöf.

2011-02-01 04:16:10

Ákvörðun um forverkefni

Ákvörðun tekin um að fara af stað og skoða: Hvað er svæðisgarður og ættum við að stofna svæðisgarð á Snæfellsnesi?

2011-09-28 09:02:14

Kynning á forverkefni

Niðurstöður úr forverkefni kynnt

2011-10-28 09:02:14

Fyrsti fundur eigendaráðs verkefnisins

Skipað hefur verið eigendaráð þar sem hver aðili að svæðisgarðsverkefninu á einn fulltrúa. Í lok október 2011 var fyrsti fundur eigendaráðsins haldinn.

2011-11-02 09:02:14

Þátttaka í fundi samtaka norskra garða

Snæfellingum boðið að taka þátt í fundi með Samtökum norskra svæðisgarða. Þar var Svæðisgarður Snæfellinga kynntur, hlýtt á erindi frá svæðum sem höfðu stofnað svæðisgarð eða veltu fyrir sér að fara þá leið - og unnið að því að koma á tengslum.

2011-11-03 09:02:14

Fundur með Aurland Naturverkstad

Fundur í Noregi með Morten Clementsen hjá Aurland Naturverkstad, ráðgjafarfyrirtæki sem hefur aðstoðað nær alla norska svæðisgarða við að stíga fyrstu skrefin.

2011-11-09 09:02:14

Fyrsti fundur stýrihóps

Lagt á ráðin um viðfangsefnið og næstu skref.

2012-01-17 11:31:08

Annar fundur eigendaráðsins

Annar fundur eigendaráðs var haldið hjá Alta, Grundarfirði.

2012-03-07 04:16:10

Undirritun samkomulags um svæðisgarð

Svipmyndir frá undirritun samkomulags um svæðisgarð á Snæfellsnesi í Bjarnarhöfn þann 7.mars 2012

2012-03-07 04:16:10

Svæðisgarðurinn á Facebook

Svæðisgarður Snæfellinga kominn á samfélagsmiðlana. Sjá hér: https://www.facebook.com/Svaedisgardur

2012-03-08 10:50:38

Skipun svæðisskipulagsnefndar

Skipað var í svæðisskipulagsnefnd. Formaður hennar er Gretar D. Pálsson og varaformaður er Ragnhildur Sigurðardóttir. Fulltrúar í nefndinni eru þessir: Smári Björnsson og Ragnhildur Sigurðardóttir, fyrir hönd Snæfellsbæjar. Theodóra Matthíasdóttir og Gretar D. Pálsson, fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Eyþór Garðarsson og Þórður Á. Magnússon, fyrir hönd Grundafjarðarbæjar. Halldór Jónsson, fyrir hönd Eyja- og Miklaholtshrepps. Kristín Rós Jóhannesdóttir, fyrir hönd Helgafellssveitar.

2012-04-12 04:16:10

Undirbúningur

Undirbúningur fyrir svæðisskipulagsgerðina fólst í setningu starfsreglna fyrir svæðisskipulagsnefnd, umsókn í Skipulagssjóð, öflun gagna fyrir greiningu svæðisins og mótun verkefnisins.

2012-04-12 10:35:15

Fyrsti fundur svæðisskipulagsnefndar

Fyrsti fundur svæðisskipulagsnefndar var haldinn í samkomuhúsinu í Grundarfirði 12. apríl 2012. Fulltrúar úr stýrihópi svæðisgarðs sátu einnig fundinn en svæðisskipulagið verður unnið í nánu samstarfi þessara tveggja hópa. Það er mikilvægt því í stýrihópi sitja fulltrúar atvinnugreina og mjög gott að fá þá að vinnu við að móta þá þróunaráætlun sem svæðisskipulagið er.

2012-04-13 10:35:15

Lýsing svæðisskipulagsverkefnis

Lýsing svæðisskipulags er „uppskriftin“ að þeirri vinnu sem framundan er - svæðisskipulag verður nokkurs konar "þróunaráætlun" fyrir Snæfellsnesi. Á þeim grunni verður ákveðið hvaða viðfangsefni séu brýnust og verða tekin til framkvæmdar hjá svæðisgarði.

2012-05-06 10:35:15

Landinn kom í heimsókn

Landinn kíkti í heimsókn á Snæfellsnesið og forvitnaðist um svæðisgarðsverkefnið.

2012-06-04 17:33:30

Svæðisskipulag - Myndræn fundargerð

Ragnhildur, Björg og Keli ræða málin eftir fund um svæðisgarðinn á Snæfellsnesi.

2012-06-15 10:35:15

Greining á verðmætum og tækifærum

Mikilvægur hluti svæðisskipulagsvinnunnar er að safna saman tiltækum gögnum um náttúru, byggð, sögu, atvinnulíf og innviði svæðisins. Á þeim byggir síðan greining á verðmætum og tækifærum sem búa í svæðinu.

2012-06-29 10:35:15

Áherslur og ferli

Margir spyrja: Um hvað snýst svæðisgarðsverkefnið? Hvað stendur til að gera? Hvernig og hvenær verður tækifæri til að taka þátt?

2012-09-13 10:35:15

Fundur með fulltrúum úr sjávarútvegi

Rætt um auðlindir sjávar og verðmætasköpun á spjallfundi með aðilum tengdum sjávarútvegi, í Pakkhúsinu í Ólafsvík.

2012-10-04 09:02:14

Aðalfundur Norske Parker

Fulltrúum svæðisgarðs var boðið að taka þátt í aðalfundi Norske Parker.

2012-10-31 10:35:15

Kynning fyrir Lions

Almenn kynning á svæðisgarðsverkefninu fyrir Lions á Grundarfirði.

2012-11-14 12:24:54

Kynning fyrir Félag eldri borgara í Grundarfirði

Haldin var almenn kynning á svæðisgarðinum - fundurinn var opinn en að honum stóð Félag eldri borgara í Grundarfirði

2012-11-21 10:35:15

1. fundur vinnuhópa um svæðisgarð

Þrír vinnuhópar í tengslum við svæðisgarð tóku til starfa. Í þeim sitja íbúar víðs vegar af svæðinu, úr ýmsum atvinnugreinum. Hóparnir aðstoða svæðisskipulagsnefnd og stýrihóp svæðisgarðsverkefnisins, við að draga fram sérkenni og auðlindir Snæfellsness, sögurnar sem þau segja, tækifærin sem búa í þeim og hvaða áherslur ætti að marka fyrir svæðið.

2012-11-29 10:35:15

2. fundur vinnuhópa um svæðisgarð

Fundur haldinn í Klifi, Ólafsvík með þremur vinnuhópum sem svöruðu m.a. spurningunni: Hvað er sérstakt á Snæfellsnesi?

2012-12-28 01:12:45

Unga fólkið og Svæðisgarðurinn

Hvað segir unga fólkið um það að búa á Snæfellsnesi? Þeirra sjónarmið mega ekki verða útundan. Hvað kunna þau best að meta við heimahagana? Hvernig sjá þau framtíðina fyrir sér?

2013-02-04 12:24:54

Unga fólkið og svæðisgarðurinn

Í byrjun febrúar hittist ungt fólk af Snæfellsnesi á öðrum kynningar- og spjallfundi í tengslum við svæðisgarð. Fundurinn var haldinn í Reykjavík og var ætlað að ná til þeirra sem þar dvelja við nám eða störf.

2013-02-13 10:35:15

3. fundur vinnuhópa

Þriðji fundur vinnuhópa var haldinn í Grunnskólanum í Stykkishólmi á Öskudaginn 2013. Bráðskemmtilegur fundur!

2013-02-15 10:35:15

Stefnumótun og umhverfismat

Fyrri hluta árs 2013 hefur verið unnið að því að móta viðfangsefni svæðisskipulags áfram og ræða áherslur fyrir þau. Haldinn var fundur með vinnuhópum um svæðisgarð í febrúar þar sem mögulegar áherslur voru ræddar.

2013-02-23 10:35:15

Opnun kortavefsjár - drög

Vefsjáin gefur yfirlit yfir sérkenni og sögu Snæfellsness um leið og hún getur nýst heimamönnum jafnt sem gestum við að sjá þau tækifæri sem í svæðinu búa. Vefsjáin er í mótun og fleiri "þemakort" munu bætast við síðar.

2013-04-16 08:05:00

Héraðsnefndin ályktar

Aðalfundur Héraðsnefndar Snæfellinga sem haldinn var 16. apríl 2013 ályktaði og fagnaði því starfi sem unnið hefur verið við stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi.

2013-05-06 10:35:15

Reynsla Norðmanna kynnt Snæfellingum

Eivind Brenna frá Valdres svæðisgarðinum í Noregi miðlaði Snæfellingum af reynslu Norðmanna. Ljósmynd: Anna Melsteð, Stykkishólmspóstinum. Mynd tekin á opnum fundi í FSN 6. maí. Frá vinstri: Daði Sigurþórsson, Eivind Brenna, Elisabeth Mellbye kona hans, Rósa Guðmundsdóttir, Jón Eggert Bragason.

2013-05-07 10:35:15

Svæðisgarður í Morgunútvarpi Rásar 2

Morgunútvarp Rásar 2 spurði frétta af Svæðisgarði Snæfellinga. Hér má hlusta: http://www.ruv.is/innlent/stofna-svaedisgard-a-snaefellsnesi

2013-05-30 10:35:15

Ungmennaráð til starfa!

Átta öflugir Snæfellingar skipa ungmennaráð sem starfar í tengslum við svæðisgarð. Þau vilja gera Snæfellsnes enn skemmtilegra fyrir ungt fólk og verða stýrihópi svæðisgarðs til ráðgjafar um það. Þau ætla líka að: a) skipuleggja fyrirtækjaheimsóknir fyrir ungt fólk á svæðinu - b) styðja við bakið á framtaki ungs fólks, t.d. á menningarsviðinu - c) ýta undir sterkara tengslanet ungs fólks á svæðinu ....og hafa gaman! Þau munu auglýsa eftir hugmyndum og áhuga ungs fólks - fylgist spennt með, gott fólk !!

2013-06-05 08:05:00

Ferðamannakönnun

Í sumar verður gerð könnun meðal ferðamanna sem heimsækja Snæfellsnes. Könnunin er gerð í samvinnu við Ferðamálasamtök Snæfellsness og er henni ætlað að varpa ljósi á hverjir heimsækja Snæfellsnes og af hverju þeir koma, hvert þeir fara, upplifun þeirra og sýn á þróunarmöguleika á svæðinu.

2013-06-10 17:26:13

Fundur með sveitarstjórnum og skipulagsnefndum

Í byrjun júní bauð svæðisskipulagsnefnd fulltrúum í sveitarstjórnum og skipulagsnefndum á Snæfellsnesi til fundar um svæðisskipulagsgerðina.

2013-08-23 08:05:00

Norrænt skipulagsfólk í heimsókn

Norrænt skipulagsfólk var á ferð um Snæfellsnes og kynnti sér svæðisskipulagið sem nú er í mótun og tengsl þess við svæðisgarð. Hópurinn var hér í tengslum við ársfund norrænna skipulagsyfirvalda, í fylgd fulltrúa Skipulagsstofnunar. Sjá frétt á vef svæðisgarðs - undir "Find out more" hér fyrir neðan.

2013-10-02 08:05:00

Tvö erindi um svæðisgarðinn á ferðamálaþingi

Ferðamálaþing 2013 var haldið 2. október. Yfirskrift þingsins var “Ísland – alveg milljón! - Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu” og var þingið að þessu sinni samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar.

2013-10-18 08:05:00

FSN og bandarískir nemar stúdera Snæfellsnes

Í október 2013 fengu nemar í FSN heimsókn frá nemendum í University of Washington í Seattle. Heimsóknin var hluti af Íslandsferð hópsins undir stjórn dr. Margaret E. Willson prófessors við háskólann í Washington. Saman unnu nemendurnir að verkefnum um ungt fólk og svæðisgarðinn Snæfellsnes.

2013-11-23 08:05:00

Snæfríður á íbúaþingi í Grundarfirði

Snæfríður - ungt fólk á Snæfellsnesi hefur þann tilgang að gera Snæfellsnesið enn skemmtilegra fyrir ungt fólk - til að starfa og búa á í framtíðinni. Félagið vinnur m.a. að því að ungt fólk kynnist hvert öðru, svæðinu og atvinnulífinu enn betur.

2014-03-11 08:05:00

Kynningarfundur fyrir skipulagsnefndir og sveitarstjórnir

Þann 11. mars 2014 var tillaga að svæðisskipulagi kynnt fyrir svæðisskipulagsnefndum og sveitarstjórnum á Snæfellsnesi, í Framhalsskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Þá ákvað svæðisskipulagsnefnd jafnframt að senda tillöguna til umsagnar skipulagsnefnda og sveitarstjórna og til skilgreindra umsagnaraðila.

2014-03-12 08:05:00

Tillaga til kynningar

Veturinn 2014 var unnið áfram að tillögugerð og í mars var vinnslutillaga send til umsagnar skipulagsnefnd/sveitarstjórna og yfir 100 umsagnaraðila.

2014-04-04 14:46:13

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes stofnaður

Eftir um 3ja ára undirbúning var sáttmáli um stofnun Svæðisgarðsins Snæfellsness undirritaður. Það var gert föstudaginn 04.04.2014 í Rjúkanda, Vegamótum. Þar voru saman komnir fulltrúar frá samstarfsaðilunum ellefu til að fagna þessum áfanga. Að lokinni undirskrift og fyrsta fundi eigendaráðs voru flutt nokkur ávörp.

2014-06-16 10:39:01

Athugun Skipulagsstofnunar og auglýsing tillögu

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Snæfellsnes var send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við skipulagslög um miðjan júní 2014. Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við auglýsingu tillögunnar, sbr. bréf til svæðisskipulagsnefndar dags. 9. júlí 2014.

2014-08-25 14:46:13

Ragnhildur ráðin framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjórn Svæðisgarðsins hefur ráðið Ragnhildi Sigurðardóttur, umhverfisfræðing, framkvæmdastjóra hins nýstofnaða Svæðisgarðs. Framkvæmdastjóri mun hafa umsjón með uppbyggingu Svæðisgarðs, leiða mótun og daglegt starf. Framkvæmdastjóri er tengiliður milli byggða, stofnana, félaga og fyrirtækja á Snæfellsnesi, einstaklinga og hugmynda. Alls bárust 23 umsóknir eftir auglýsingu um starfið.

2014-10-20 14:46:13

Lokaafgreiðsla svæðisskipulags

Á fundi sínum 14. nóvember 2014 afgreiddi svæðisskipulagsnefnd ábendingar sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar og samþykkti að senda svæðisskipulagið til afgreiðslu sveitarstjórna.

2014-11-26 14:46:13

Skipulagsverðlaunin 2014

Svæðisskipulag Snæfellsness 2014-2026 fékk Skipulagsverðlaunin 2014. Verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti og var svæðisskipulagið valið úr 14 verkefnum sem tilnefnd voru.

Tímalína fyrir svæðisgarðinn á Snæfellsnesi

Launch
Copy this timeline Login to copy this timeline 3d Game mode

Contact us

We'd love to hear from you. Please send questions or feedback to the below email addresses.

Before contacting us, you may wish to visit our FAQs page which has lots of useful info on Tiki-Toki.

We can be contacted by email at: hello@tiki-toki.com.

You can also follow us on twitter at twitter.com/tiki_toki.

If you are having any problems with Tiki-Toki, please contact us as at: help@tiki-toki.com

Close

Edit this timeline

Enter your name and the secret word given to you by the timeline's owner.

3-40 true Name must be at least three characters
3-40 true You need a secret word to edit this timeline

Checking details

Please check details and try again

Go
Close